Papademos ítrekar mikilvægi þess að samþykkja aðgerðaráætlun 12. febrúar 2012 11:13 Lucas Papademos. Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt. Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í gær sögðu fimm ráðherrar sögðu af sér í gær vegna málsins. Þá hafa verkföll staðið yfir síðan í gær auk þess sem þúsundir hafa mótmælt á götum úti. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Lucas var beinlínis hársbreidd frá því að spá algjöru efnahagshruni þjóðarinnar samkvæmt frétt BBC um málið. Það er því óhætt að segja að ráðherrann hafi verið ómyrkur í máli þegar hann reyndi að brýna nauðsyn þess að samþykkja aðgerðirnar fyrir grísku þjóðinni, sem standa frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum erfiðleikum. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt. Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í gær sögðu fimm ráðherrar sögðu af sér í gær vegna málsins. Þá hafa verkföll staðið yfir síðan í gær auk þess sem þúsundir hafa mótmælt á götum úti. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Lucas var beinlínis hársbreidd frá því að spá algjöru efnahagshruni þjóðarinnar samkvæmt frétt BBC um málið. Það er því óhætt að segja að ráðherrann hafi verið ómyrkur í máli þegar hann reyndi að brýna nauðsyn þess að samþykkja aðgerðirnar fyrir grísku þjóðinni, sem standa frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum erfiðleikum.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira