"Apple á meira en nóg af peningum" 24. febrúar 2012 12:47 mynd/AP Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira