Ópið þekktasta verk norska listmálarans Edward Munch verður selt á uppboði hjá Sotheby´s í New York.
Munch málaði nokkrar útgáfur af þessu verki sínu en sú sem boðin verður upp var máluð árið 1895 í pastellitum. Um er að ræða einu útgáfuna af Ópinu sem enn er í einkaeigu og talið er að um 80 milljónir dollara eða um 10 milljarðar króna fáist fyrir verkið á uppboðinu.
Núverandi eigandi verksins er norski athafnamaðurinn Petter Olsen en faðir hans var vinur og fjárhagslegur bakhjarl Munch á sínum tíma.
