Myndir náðust af örgjörva iPad 3 21. febrúar 2012 12:50 Talið er að Tim Cook, forstjóri Apple, ætli að kynna iPad 3 í mars. Mynd/weiphone Nú styttist í að Apple kynni næstu kynslóð af iPad spjaldtölvunum vinsælu. Margt er á huldu um spjaldtölvuna en nú hafa upplýsingar tekið að berast frá framleiðanda iPad í Kína. Starfsmaður í framleiðsluverksmiðju iPad í Kína birti þessa mynd af móðurborði iPad 3. Svo virðist sem að myndin sé ósvikin og hafa tæknisérfræðingar víða um heim rýnt í hana frá því að hún var birt um helgina. Allt bendir til að spjaldtölvan verði knúin af endurbættri útgáfu af A5 örgjörvanum sem var í iPad 2. Örgjörvinn kallast A5X og er sagður vera margfalt hraðari en forveri sinn. Skjákort iPad 3 mun njóta góðs af þessum öfluga örgjörva og er talið að upplausn snertiskjásins verði 2048 x 1536. Skjárinn mun því styðja við myndefni og tölvuleiki í þrívídd. Einnig þykir líklegt að myndavél spjaldtölvunnar verði 8 megapixlar. Apple hefur ekkert gefið upp um hvenær iPad 3 verður kynntur. Þó er orðrómur um að Tim Cook, forstjóri Apple, ætli að stíga á stokk í San Francisco 2. mars næstkomandi og kynna spjaldtölvuna. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nú styttist í að Apple kynni næstu kynslóð af iPad spjaldtölvunum vinsælu. Margt er á huldu um spjaldtölvuna en nú hafa upplýsingar tekið að berast frá framleiðanda iPad í Kína. Starfsmaður í framleiðsluverksmiðju iPad í Kína birti þessa mynd af móðurborði iPad 3. Svo virðist sem að myndin sé ósvikin og hafa tæknisérfræðingar víða um heim rýnt í hana frá því að hún var birt um helgina. Allt bendir til að spjaldtölvan verði knúin af endurbættri útgáfu af A5 örgjörvanum sem var í iPad 2. Örgjörvinn kallast A5X og er sagður vera margfalt hraðari en forveri sinn. Skjákort iPad 3 mun njóta góðs af þessum öfluga örgjörva og er talið að upplausn snertiskjásins verði 2048 x 1536. Skjárinn mun því styðja við myndefni og tölvuleiki í þrívídd. Einnig þykir líklegt að myndavél spjaldtölvunnar verði 8 megapixlar. Apple hefur ekkert gefið upp um hvenær iPad 3 verður kynntur. Þó er orðrómur um að Tim Cook, forstjóri Apple, ætli að stíga á stokk í San Francisco 2. mars næstkomandi og kynna spjaldtölvuna.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira