Notendur App Store, vefverslunar Apple, hafa náð í 25 milljarða af smáforritum frá því að verslunin opnaði árið 2007. Áfanganum var náð í gær og fékk heppinn notandi 10.000 dollara inneign í verðlaun.
Apple tilkynnti að náð hefði verið í 25 milljarðasta smáforritið á heimasíðu sinni í gær.
Ekki er vitað hver náði í forritið né hvaða smáforrit hann náði í.
Vinsældir App Store eru með ólíkindum. Árið 2009 höfðu notendur náð í milljarð smáforrita og ári seinna höfðu þeir náð í 10 milljarða smáforrita.
Notendur App Store hafa því náð í 15 milljarða smáforrita á síðustu 14 mánuðum. Þeir sem eru iPhone við höndina geta því reiknað út að notendur hafa náð í rúmlega milljarð smáforrita í hverjum mánuði.
Vinsældir App Store með ólíkindum

Mest lesið



Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili
Viðskipti innlent

Landsbankinn við Austurstræti falur
Viðskipti innlent

Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Viðskipti innlent

Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar
Viðskipti innlent

Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum
Viðskipti innlent

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu
Viðskipti innlent


Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku
Viðskipti innlent