Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs 19. mars 2012 22:40 Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans, eins og Smith sagði í uppsagnarbréfinu. "En í sannleika sagt þá trúi ég því að umræðan sem þetta bréf hefur skapað, muni leiða til góðs fyrir fyrirtækið. Það er hollt og gott fyrir stór fjármálafyrirtæki, ekki síst nú á tímum, að endurhugsa samskipti við viðskiptavini, og þetta bréf mun hjálpa okkur til lengri tíma, jafnvel þó við séu ósammála mörgu því sem kemur fram í því," sagði O'neill í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sama dag og bréf Smith birtist féll markaðsvirði Goldman Sachs um 3,4 prósent sem þá nam um 250 milljörðum íslenskra króna. Í bréfinu gagnrýndi Smith Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs, fyrir að innleiða áherslur á skammtímahagnað fremur en langtíma samband við viðskiptavini. Hann sagð enn fremur að andrúmsloftið í fyrirtækinu væri eitrað og að nauðsynlegt væri að losa fyrirtækið við þá starfsmenn sem væru "siðferðilega gjaldþrota". Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans, eins og Smith sagði í uppsagnarbréfinu. "En í sannleika sagt þá trúi ég því að umræðan sem þetta bréf hefur skapað, muni leiða til góðs fyrir fyrirtækið. Það er hollt og gott fyrir stór fjármálafyrirtæki, ekki síst nú á tímum, að endurhugsa samskipti við viðskiptavini, og þetta bréf mun hjálpa okkur til lengri tíma, jafnvel þó við séu ósammála mörgu því sem kemur fram í því," sagði O'neill í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sama dag og bréf Smith birtist féll markaðsvirði Goldman Sachs um 3,4 prósent sem þá nam um 250 milljörðum íslenskra króna. Í bréfinu gagnrýndi Smith Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs, fyrir að innleiða áherslur á skammtímahagnað fremur en langtíma samband við viðskiptavini. Hann sagð enn fremur að andrúmsloftið í fyrirtækinu væri eitrað og að nauðsynlegt væri að losa fyrirtækið við þá starfsmenn sem væru "siðferðilega gjaldþrota".
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira