Forstjóri Apple heimsækir Kína 27. mars 2012 13:57 Tim Cook. mynd/AFP Tim Cook fundaði með ráðamönnum og rekstraraðilum í Kína í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Cooks til Kína frá því að hann tók við forstjórastól Apple á síðasta ári. Styrr hefur staðið um Apple í Kína síðustu mánuði. Fyrirtækið hefur staðið í málaferlum við kínverskt tæknifyrirtækið Proview vegna vörumerkisins „iPad." Proview heldur því fram að Apple hafi notað vörumerkið í leyfisleysi. Þá hefur Apple verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma meðferð á vinnuafli í verksmiðjum sínum í landinu. Talið er að Cook muni kynna nýja starfsmannastefnu Apple en fyrirtækið mun nú birta upplýsingar um vinnuaðstæður og vinnutíma starfsmanna Foxconn verksmiðjanna í hverjum mánuði. Cook fundaði með borgarstjóra Peking í dag og heimsótti síðan tvær verslanir Apple í borginni. Stærsti snjallsímamarkaður veraldar er í Kína - iPhone snjallsíminn er annar vinsælasti síminn í Kína. Apple hefur átt erfiðleikum með að klekkja á helsta keppinauti sínum, Samsung Electronics, í landinu. Vonast er til að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar eigi eftir að auðvelda Apple róðurinn í Kína en tölvan fer í almenna sölu í landinu á næstu vikum. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tim Cook fundaði með ráðamönnum og rekstraraðilum í Kína í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Cooks til Kína frá því að hann tók við forstjórastól Apple á síðasta ári. Styrr hefur staðið um Apple í Kína síðustu mánuði. Fyrirtækið hefur staðið í málaferlum við kínverskt tæknifyrirtækið Proview vegna vörumerkisins „iPad." Proview heldur því fram að Apple hafi notað vörumerkið í leyfisleysi. Þá hefur Apple verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma meðferð á vinnuafli í verksmiðjum sínum í landinu. Talið er að Cook muni kynna nýja starfsmannastefnu Apple en fyrirtækið mun nú birta upplýsingar um vinnuaðstæður og vinnutíma starfsmanna Foxconn verksmiðjanna í hverjum mánuði. Cook fundaði með borgarstjóra Peking í dag og heimsótti síðan tvær verslanir Apple í borginni. Stærsti snjallsímamarkaður veraldar er í Kína - iPhone snjallsíminn er annar vinsælasti síminn í Kína. Apple hefur átt erfiðleikum með að klekkja á helsta keppinauti sínum, Samsung Electronics, í landinu. Vonast er til að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar eigi eftir að auðvelda Apple róðurinn í Kína en tölvan fer í almenna sölu í landinu á næstu vikum.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira