Segist ekki hafa fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar 1. apríl 2012 17:12 Ástþór er ásamt eiginkonu sinni í Kína. „Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
„Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31