Instagram: 10 milljón notendur á 10 dögum 16. apríl 2012 22:00 Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. mynd/AFP Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira