Iron Man 3 verður undir kínverskum áhrifum 16. apríl 2012 21:30 Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira