Þóra Arnórs: Margir lenda í því að slást eftir ball 12. apríl 2012 22:49 Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir. mynd/fréttablaðið Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira