Kristín ætlar ekki í forsetaframboð 12. apríl 2012 18:24 Kristín Ingólfsdóttir mynd/Anton Brink Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira