Hannes forsetaframbjóðandi: Vonbrigði hversu fáir mæta á fundi 30. apríl 2012 12:28 Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira