Bandaríkjamenn óðir í ofurhetjurnar 5. maí 2012 17:23 Úr kvikmyndinni „The Avengers.“ mynd/AP Ofurhetjurnar í „The Avengers" hafa slegið enn eitt metið. Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og halaði hún inn 80.5 milljón dollurum eða rúmum 10 milljörðum króna en það er önnur besta opnun kvikmyndasögunnar. Aðeins ein mynd hefur þénað meira á opnunardegi sínum en það er kvikmyndin „Harry Potter og dauðadjásnin: Hluti II" sem á það met. Töfrapilturinn halaði inn 91.1 milljón dollurum en það samsvarar 11.4 milljörðum króna. Talið er að „The Avengers" eigi eftir að slá enn fleiri met. Kvikmyndin er nú þegar komin langleiðina með að þéna meira en kvikmyndirnar „The Dark Knight" og The Hunger Games" gerðu en þær eru í öðru og þriðja sæti yfir bestu frumsýningarhelgi allra tíma. Kvikmyndasumarið þykir afar gott í ár og er „The Avengers" aðeins sögð gefa forsmekkinn á því sem koma skal. Á meðal þeirra stórmynda sem frumsýndar verða í sumar eru „The Amazing Spider-Man," „The Dark Knight Rises" og „Prometheus." „The Avengers" var frumsýnd í Evrópu um síðustu helgi og sló myndin tíu ára gamalt met hér á landi. Samkvæmt Samfilm nam miðasala á kvikmyndina 17.6 milljónum króna um helgina. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ofurhetjurnar í „The Avengers" hafa slegið enn eitt metið. Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og halaði hún inn 80.5 milljón dollurum eða rúmum 10 milljörðum króna en það er önnur besta opnun kvikmyndasögunnar. Aðeins ein mynd hefur þénað meira á opnunardegi sínum en það er kvikmyndin „Harry Potter og dauðadjásnin: Hluti II" sem á það met. Töfrapilturinn halaði inn 91.1 milljón dollurum en það samsvarar 11.4 milljörðum króna. Talið er að „The Avengers" eigi eftir að slá enn fleiri met. Kvikmyndin er nú þegar komin langleiðina með að þéna meira en kvikmyndirnar „The Dark Knight" og The Hunger Games" gerðu en þær eru í öðru og þriðja sæti yfir bestu frumsýningarhelgi allra tíma. Kvikmyndasumarið þykir afar gott í ár og er „The Avengers" aðeins sögð gefa forsmekkinn á því sem koma skal. Á meðal þeirra stórmynda sem frumsýndar verða í sumar eru „The Amazing Spider-Man," „The Dark Knight Rises" og „Prometheus." „The Avengers" var frumsýnd í Evrópu um síðustu helgi og sló myndin tíu ára gamalt met hér á landi. Samkvæmt Samfilm nam miðasala á kvikmyndina 17.6 milljónum króna um helgina.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira