Mikill eftirvænting er meðal fjárfesta fyrir því þegar hlutir í Facebook verða teknir til viðskipta á skráðum markaði í Bandaríkjunum í dag. Á vef Wall Street Journal kemur fram að eftirvæntingin fyrir nýskráningu hafi ekki verið jafn mikil árum saman, en skráning Facebook er langsamlega stærsta skráning netfyrirtækisins í sögunni þegar horft til markaðsvirðis við skráningu. Félagið verður metið á um 104 milljarða dala, tæplega 13 þúsund milljarða, þegar það verður tekið til viðskipta, en það jafngildir um 38 dölum á hlut.
Stærsti eigandi Facebook er forstjórinn Mark Zuckerberg, en hlutur hans er við skráningu metinn á yfir 50 milljarða dala. Hagnaður Facebook í fyrra nam um einum milljarði dala, og því er markaðsvirði Facebook við skráningu, um hundrað faldur árlegur hagnaður.
Facebook á markað - spenna á mörkuðum

Mest lesið




Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent


Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent