Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 1-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 13. maí 2012 17:06 Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira