Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að frekari þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík, sé mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga alla og að hún sé ekki „innistæðulaus frasi" stjórnmálamanna. Þar horfir hann ekki síst til uppbyggingar íbúabyggðar í Skeifunni, sem sé rökrétt skref í átt að skynsamri uppbyggingu í Reykjavík.
Þetta er meðal þess sem Gísli Marteinn tjáir sig um í ítarlegu viðtali í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis.
Þá segir Gísli að borgarsamfélög séu sífellt að verða fyrirferðameiri í hinu pólitíska landslagi á alþjóðavísu, og að það sé ekkert öðruvísi með Reykjavíkurborg þó fámenn sé í samanburði við stórborgir heimsins. „Árið 2007 var árið sem fleiri íbúar bjuggu í borgum en dreifbýli í fyrsta skipti í sögunni. Í framtíðinni mun þessi þróun hafa mikil áhrif á stjórnmálin og fleiri samfélagslega þætti," segir Gísli Marteinn meðal annars í viðtalinu.
Sjá má ítarlegt viðtal við Gísla Martein, um skipulagsmál og borgarhagfræði, hér.
Gísli Marteinn: Þétting byggðar er ekki "innistæðulaus frasi“
Magnús Halldórsson skrifar
Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent


Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent