Bandaríski netrisinn hefur samþykkt að selja hluta af eignarhluta sínum í kínverska netfyrirtækinu Alibaba Group. Um gríðarlegar upphæðir er að ræða en Alibaba kaupir 20 prósenta hlut Yahoo á rúma sjö milljarða dollara, eða um 898 milljarða króna. Eftir viðskiptin mun Yahoo ennþá eiga 20 prósent í fyrirtækinu.
Yahoo veitir ekki af þessari innspýtingu en fyrirtækið hefur látið undan síga í baráttunni við Google og Facebook þegar kemur að auglýsingum á netinu. Alibaba rekur meðal annars söluvefinn Taobao.com, sem er einskonar kínversk útgáfa af eBay. Þar eru skráðir viðskiptavinir litlar 370 milljónir, eða fleiri en sem nemur öllum mannfjölda Bandaríkjanna.
Vefurinn veltir gríðarlegum fjárhæðum og er talið að hann sé fyrir löngu orðinn stærri en eBay, sem þó er afar vinsæll um allan hinn vestræna heim.
Yahoo selur hlut í Alibaba fyrir stórar upphæðir

Mest lesið

Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga
Viðskipti innlent

Íslenskt sund í New York
Viðskipti erlent

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu
Viðskipti innlent

Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur
Viðskipti erlent


Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða
Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum
Viðskipti innlent

Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent