Spánverjar munu fá allt að 100 milljarða evra (rúmir 16.000 milljarðar króna) lán frá sameiginlegum sjóðum evrusvæðisins til að verja banka landsins.
Þetta varð niðurstaða neyðarfundar fjármálaráðherra evruríkjanna í dag.
Spánverjar munu njóta mjög hagstæðra lánkjara. Þau hafa ekki enn verið ákveðin en verða töluvert hagstæðari en þau sem bjóðast á mörkuðum.
Yfirvöld á Spáni leggja áherslu á að aðstoðin sé hugsuð fyrir fjármálafyrirtæki landsins en ekki hagkerfið í heild. Efnahagsmálaráðherra landsins tekur sérstaklega fram að um lán sé að ræða en ekki sé verið að bjarga hagkerfi landsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fagnaði ákvörðun Spánverja að óska eftir aðstoð. Hann vonar að þetta verði til að styrkja efnahag Spánar.
Spánn er fjórða evruríkið sem óskar eftir neyðaraðstoð, á eftir Grikklandi, Írlandi og Portúgal.
Umfjöllun BBC um málið.
Spánverjar fá allt að 100 milljarða evrulán
BBI skrifar

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent