Ferðaþjónustan í Grikklandi verður fyrir barðinu á ástandinu þar í landi og þeim pólitíska óróa sem ríkt hefur vegna efnahagsörðuleika Grikkja.
Í frétt á BBC segir að ferðamönnum til Grikklands muni fækka um 20% í ár miðað við árið í fyrra. Það eru einkum Þjóðverjar sem hafa hætt við að fara í sumarfrí til Grikklands og hefur þýskum ferðamönnum fækkað um 40% milli ára. Írskum ferðamönnum muni fækka um 50% og breskum um 20% miðað við sumarið í fyrra.
Í maí mánuði voru pantanir á hótelherbergjum og gistingum um þriðjungi færri en í sama mánuði í fyrra. Wall Street Journal hefur áætlað að fækkunin milli ára nemi 1,5 milljón ferðamanna.
Ferðaþjónustan er helsta atvinnugrein Grikkja og stendur undir um 16% af landsframleiðslu landsins. Reiknað er með að samdrátturinn í greininni í ár muni kosta um 100.000 sumarstörf í landinu.
Magurt sumar framundan í ferðaþjónustunni í Grikklandi

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent