Vill gefa forsetaframbjóðendum frið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. júní 2012 19:15 Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira