Vill gefa forsetaframbjóðendum frið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. júní 2012 19:15 Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira