Enn syrtir í álinn hjá sparkvissa tenniskappanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2012 16:30 Nordicphotos/Getty Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á." Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á."
Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00