Enn syrtir í álinn hjá sparkvissa tenniskappanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2012 16:30 Nordicphotos/Getty Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á." Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á."
Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00