New York Times reynir að ná til Kínverja Magnús Halldórsson skrifar 28. júní 2012 09:59 Kína er ört vaxandi hópur, þegar kemur að internetnotkun. New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Joseph Kahn, ritstjóri erlendra frétta hjá New York Times, segir þessi stefnubreyting eigi að koma til mesta vaxtarhóp notenda internetsins á heimsvísu, sem er í Kína. Þar eru nú 500 milljónir manna sem nota internetið reglulega í tölvum og símum, en heildaríbúafjöldi landsins er 1,4 milljarðar manna. Búist er við því að fjöldi internetnotenda í landinu muni vaxa mikið á næstu árum. Þrátt fyrir aukna internetnotkun reyna stjórnvöld í Kína hvað þau geta til þess að ritskoða nær alla fjölmiðlun og beita boðum og bönnum, til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti náð sér í upplýsingar óhindrað. Það verður hins vegar sífellt erfiðara að halda þessari ritskoðun við, sökum tækniframfara, ekki síst í farsímum. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu New York Times hér. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Joseph Kahn, ritstjóri erlendra frétta hjá New York Times, segir þessi stefnubreyting eigi að koma til mesta vaxtarhóp notenda internetsins á heimsvísu, sem er í Kína. Þar eru nú 500 milljónir manna sem nota internetið reglulega í tölvum og símum, en heildaríbúafjöldi landsins er 1,4 milljarðar manna. Búist er við því að fjöldi internetnotenda í landinu muni vaxa mikið á næstu árum. Þrátt fyrir aukna internetnotkun reyna stjórnvöld í Kína hvað þau geta til þess að ritskoða nær alla fjölmiðlun og beita boðum og bönnum, til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti náð sér í upplýsingar óhindrað. Það verður hins vegar sífellt erfiðara að halda þessari ritskoðun við, sökum tækniframfara, ekki síst í farsímum. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu New York Times hér.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira