Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2012 11:02 Í fremri röð frá vinstri: Ryan M Lance Conoco Phillips Per Rune Henriksen ráðuneytisstjóri Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíu- og orkumálaráðherra Noregs John Duncan ráðherra frumbyggja í Kanada Bente Nyland forstjóri Olíustofnunar Noregs David Hayes bandarískur aðstoðarráðherra Helge Lund forstjóri Statoil. Í aftari röð frá vinstri: Stephen Greenlee Exxon Mobil Mike Daly BP Dmitry Borizov Gazprom Barry White sendiherra Bandaríkjanna í Noregi Ingrid Hjelt af Trolle sendiherra Svíþjóðar í Noregi Maimo Henriksson sendiherra Finnlands í Noregi Ceri Powell Shell Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Noregi Vyacheslav Pavlovskiy sendiherra Rússlands í Noregi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi. Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi.
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira