Stjórnvöld í Katar hafa hug á því að fjárfesta í Kína fyrir fimm milljarða dala, eða sem nemur 625 milljörðum króna. Ef þessi áform eiga að ganga eftir þurfa yfirvöld í Katar að falla undir skilyrði sérstakrar áætlunar um erlenda fjárfestingu (China's Qualified Foreign Institutional Investor (QFII) programme) fagfjárfesta.
Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá málinu í morgun og segir að yfirvöld í Katar horfi ekki síst til fjárfestinga í fjármálageiranum, en kínversk stjórnvöld hafa þegar tekið ákvörðun um að liðka enn frekar fyrir erlendri fjárfestingu, einkum í fjármálageiranum, með það fyrir augum að styrkja innviði hagkerfisins.
Katar er einn stærsti seljandi jarðgass og olíu til Kína, og hyggst auka þá sölu á næstu árum, samkvæmt frétt BBC.
