Malcolm Walker virðist hafa gert mjög góð kaup þegar hann keypti Iceland Foods verslunarkeðjuna af slitastjórn Landsbankans fyrr í ár fyrir rúmlega 1,5 milljarð punda.
Hreinn hagnaður Iceland á síðasta reikningsári keðjunnar sem lauk í mars s.l. nam rúmlega 183 milljónum punda eða um 36 milljörðum króna. Um var að ræða sjöunda árið í röð þar sem hagnaðurinn slær fyrra met. Hagnaðurinn er tæplega 20% meiri en á fyrra ári.
Walker er að vonum ánægður og segir í samtali við Financial Times að hagnaðurinn sé afrakstur langtímaáætlana hans og stjórnenda keðjunnar en ekki leit að skammtímagróða.
Viðskipti erlent