Monti óttast „árásir“ fjárfesta á Evrópuríki 22. júní 2012 09:12 Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hefur áhyggjur af árásum markaðsaðila á hagkerfin í Evrópu. Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, óttast að aðilar á markaði, eins og vogunarsjóðir og fleiri fjárfestar, muni stunda það að gera „árásir" á hagkerfi einstakra þjóða í Evrópu ef þjóðarleiðtogar í álfunni koma sér ekki saman um trúverðugar og almennar aðgerðir til þess að sporna gegn djúpri kreppu í Evrópu. Ítalir hafa verið að glíma við djúpa kreppu líkt og nágrannaríki landsins í Suður-Evrópu, Grikkland, Portúgal og Spánn. Það sem háir löndunum ekki síst er hár lántökukostnaður, sem hefur gert löndunum nær ómögulegt að endurfjármagna opinberar skuldir. Sem dæmi um það eru vextir á spænskum ríkisskuldabréfum nú með yfir sex prósenta áhættuálagi sem er verulega íþyngjandi fyrir ríkissjóð Spánar, en vaxtakjör sem eru með viðlíka álagi eru álitin ósjálfbær eða of íþyngjandi svo fjármögnunin borgi sig. Monti segir að nauðsynlegt sé fyrir leiðtoga Evrópu að bregðast við með samræmdum aðgerðum tafarlaust. Líklega sé ekki meira en vika til stefnu. Annars geti efnhagskreppan í Evrópu dýpkað enn frekar. Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þessi mál hér. Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, óttast að aðilar á markaði, eins og vogunarsjóðir og fleiri fjárfestar, muni stunda það að gera „árásir" á hagkerfi einstakra þjóða í Evrópu ef þjóðarleiðtogar í álfunni koma sér ekki saman um trúverðugar og almennar aðgerðir til þess að sporna gegn djúpri kreppu í Evrópu. Ítalir hafa verið að glíma við djúpa kreppu líkt og nágrannaríki landsins í Suður-Evrópu, Grikkland, Portúgal og Spánn. Það sem háir löndunum ekki síst er hár lántökukostnaður, sem hefur gert löndunum nær ómögulegt að endurfjármagna opinberar skuldir. Sem dæmi um það eru vextir á spænskum ríkisskuldabréfum nú með yfir sex prósenta áhættuálagi sem er verulega íþyngjandi fyrir ríkissjóð Spánar, en vaxtakjör sem eru með viðlíka álagi eru álitin ósjálfbær eða of íþyngjandi svo fjármögnunin borgi sig. Monti segir að nauðsynlegt sé fyrir leiðtoga Evrópu að bregðast við með samræmdum aðgerðum tafarlaust. Líklega sé ekki meira en vika til stefnu. Annars geti efnhagskreppan í Evrópu dýpkað enn frekar. Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þessi mál hér.
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira