Efnahagskreppan í heiminum hefur haft þau áhrif að fæðingartíðni hefur lækkað í 25 af 30 vestrænum löndum þar á meðal Íslandi.
Á Íslandi hefur tíðnin þó lækkað hvað minnst og nær staðið í stað á síðustu tveimur árum. Raunar jókst hún nokkuð á fyrsta árinu eftir hrunið, þ.e. árið 2009 en þá fæddust rúmlega 5.000 börn á Íslandi sem er mesti fjöldi fæðinga á einu ári í sögu landsins.
Í sumum löndum eins og Lettlandi hefur fæðingartíðnin hinsvegar hrunið, en þar fór hún úr 1,44 börnum á konu árið 2008 og niður í 1,14 börn á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Institute of Demography í Vín.
Þau lönd sem orðið hafa hvað harðast úti þegar kemur að lækkun fæðingartíðni eru Spánn, Grikkland, Eistland. Danmörk og Ungverjaland auk Lettlands. Fram kemur að sama þróun átti sér stað í heimskreppunni miklu í kringum árið 1930.
Ástæðan fyrir því að fæðingum fækkar í vestrænum ríkjum er efnahagsástandið og þá einkum óöryggið sem fylgir auknu atvinnuleysi. Þetta hefur þau áhrif að fólk giftir sig seinna og bíður með að eignast börn.
Kreppan lækkar fæðingartíðini í 25 af 30 Vesturlöndum

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent



Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent
