Eignir Batista hrynja í verði Magnús Halldórsson skrifar 1. júlí 2012 22:30 Eike Batista, ríkasti maður Brasilíu. Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista" við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes. Eignir Batista voru metnar á ríflega 30 milljarða dala í byrjun ársins en eftir mikið verðfall á skráðum eignum hans, einkum olíu og jarðgasfélaginu OGX. Svo virðist sem olíulindir sem félagið á rannsóknarleyfi að séu ekki að gefa eins mikið af sér og lagt var upp með, sem fælt hefur fjárfesta frá félaginu. Þetta hefur leitt til mikils verðfalls á bréfum félagsins. Þá hafa ýmsar aðrar eignir Batista fallið í verði. Þrátt fyrir þetta er auður hans metinn 14,5 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 1.800 milljörðum króna. Sjá má umfjöllun Forbes hér. Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista" við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes. Eignir Batista voru metnar á ríflega 30 milljarða dala í byrjun ársins en eftir mikið verðfall á skráðum eignum hans, einkum olíu og jarðgasfélaginu OGX. Svo virðist sem olíulindir sem félagið á rannsóknarleyfi að séu ekki að gefa eins mikið af sér og lagt var upp með, sem fælt hefur fjárfesta frá félaginu. Þetta hefur leitt til mikils verðfalls á bréfum félagsins. Þá hafa ýmsar aðrar eignir Batista fallið í verði. Þrátt fyrir þetta er auður hans metinn 14,5 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 1.800 milljörðum króna. Sjá má umfjöllun Forbes hér.
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira