Sandra María: Mættu í hjólabuxum í bandarísku fánalitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:30 Sandra María. Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 . Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 .
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn