Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum.
Það var í apríl á þessu ári sem Cameron tilkynnti um stofnun sprotafyrirtækisins Planetary Resources. Fjöldi nafntogaðra auðmanna styðja við bakið á verkefninu, þar á meðal eru stjórnendur og stofnendur tæknirisans Google.
Fyrirtækið hyggst stunda námugröft á smástirnum en slíkar hugmyndir hafa verið reifaðar af vísindamönnum í þó nokkurn tíma.
Það kemur því ekki á óvart að Cameron skuli leita til Virgin Galactic, geimferðaráætlunar Richard Bransons. Síðustu ár hefur breski milljarðamæringurinn unnið að þróun geimflauga sem flutt geta einstaklinga út í geim.
Í fréttatilkynningu frá Virgin Galactic kemur fram að fyrirtækið muni þróa ómannaða geimflaug sem kemur til með að flytja tækjabúnað að smástirnum.
Milljarðamæringar í samstarf

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent


„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent