Ótrúleg endurkoma FH-inga gegn Blikum | Ashley og Harpa með þrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 15:40 Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira
Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira