Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði, en það eru þeir vextir sem almennt gilda á markaði fyrir lánsfé á milli bankastofnana. Millibankavextir eru breytilegir og fara eftir kjörum á markaði hverju sinni.
Libor, sem er skammstöfun fyrir London Interbank Offered Rate, eru þeir vextir sem stærstu bankarnir í Lundúnum nota þegar þeir lána hvor öðrum.
Þeir verðbréfamiðlarar sem taldir eru hafa gegnt lykilhlutverki í svindli með þessa vexti störfuðu hjá bresku bönkunum Barclays og Royal bank of Scotland og svissneska bankanum UBS, að því er Reuters greinir frá.
Margir þessara manna gegna enn lykilstöðum hjá öðrum fjármálafyrirtækjum á Wall Street.
Fréttin um markaðsmisnotkun með Libor-vextina er eitt stærsta hneykslið í fjármálaheiminum í langan tíma en til þessa hefur athyglin aðallega beinst að Barclays bankanum sem í síðasta mánuði gerði 453 milljóna dollara sátt við bandarísk og bresk stjórnvöld vegna málsins.
Þá baðst stjórnarformaður bankans afsökunar í gær fyrir hönd bankans þegar afkoma á fyrrihluta þessa árs var kynnt, en hagnaður Barclays fyrir skatta jókst um 13 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og nam 4,2 milljörðum punda, jafnvirði 840 milljarða króna.
Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu

Mest lesið


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent