Pistill: Óskiljanlegar ákvarðanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2012 17:00 Mynd/Stefán Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30. Handbolti Pistillinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30.
Handbolti Pistillinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira