Óvissa um hagnað Facebook eftir slæmt gengi Zynga 26. júlí 2012 13:56 Tölvuleikurinn Farmville. mynd/Zynga/Facebook Uppgjör bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga fyrir síðasta ársfjórðung var neikvætt. Margir óttast að slæmt gengi fyrirtækisins gefi til kynna að uppgjör samskiptamiðilsins Facebook verði einnig neikvætt en rekstur fyrirtækjanna er nátengdur. Zynga framleiðir sjö af tíu vinsælustu tölvuleikum sem notendur Facebook geta spilað. Þar á meðal er smáforritið Draw Something og Farmville. Notendur þurfa ekki að greiða fyrir að spila tölvuleikina. Tekjur Zynga myndast þegar notendur kaupa sýndarvörur sem seldar eru í leikjunum. Þessar vörur eru næst stærsta tekjulind Facebook á eftir auglýsingasölu. Í uppgjöri Zynga kemur fram að notendum og spilurum hafi fækkað þó nokkuð á síðustu mánuðum. Þá hefur sala á sýndarvörum dregist saman um tíu prósent. Tólf prósent samanlagðra tekna Facebook eru tengdar Zynga. Ársfjórðungsuppgjör Facebook verður birt eftir lokun Kauphallarinnar í New York í dag. Er þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins frá því að það var skráð á hlutabréfamarkað, 18 maí síðastliðinn. Síðan þá hafa hlutabréf fyrirtækisins verið í frjálsu falli. Þannig er uppgjör Zynga talið varpa ljósi á slæman ársfjórðung Facebook. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Uppgjör bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga fyrir síðasta ársfjórðung var neikvætt. Margir óttast að slæmt gengi fyrirtækisins gefi til kynna að uppgjör samskiptamiðilsins Facebook verði einnig neikvætt en rekstur fyrirtækjanna er nátengdur. Zynga framleiðir sjö af tíu vinsælustu tölvuleikum sem notendur Facebook geta spilað. Þar á meðal er smáforritið Draw Something og Farmville. Notendur þurfa ekki að greiða fyrir að spila tölvuleikina. Tekjur Zynga myndast þegar notendur kaupa sýndarvörur sem seldar eru í leikjunum. Þessar vörur eru næst stærsta tekjulind Facebook á eftir auglýsingasölu. Í uppgjöri Zynga kemur fram að notendum og spilurum hafi fækkað þó nokkuð á síðustu mánuðum. Þá hefur sala á sýndarvörum dregist saman um tíu prósent. Tólf prósent samanlagðra tekna Facebook eru tengdar Zynga. Ársfjórðungsuppgjör Facebook verður birt eftir lokun Kauphallarinnar í New York í dag. Er þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins frá því að það var skráð á hlutabréfamarkað, 18 maí síðastliðinn. Síðan þá hafa hlutabréf fyrirtækisins verið í frjálsu falli. Þannig er uppgjör Zynga talið varpa ljósi á slæman ársfjórðung Facebook.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira