Segir að forstjóri AGS valdi alls ekki starfi sínu 20. júlí 2012 06:36 Peter Doyle einn af reyndustu hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur látið af störfum. Hann gagnrýnir AGS harðlega í bréfi til stjórnarformanns sjóðsins og segir m.a. að þar á bæ skorti leiðtogahæfileika og að Christine Lagarde fyrsti kvenforstjóri sjóðsins valdi alls ekki starfi sínu. Doyle segist einnig skammast sín fyrir að hafa starfað fyrir sjóðinn. CNN hefur afsagnarbréf Doyle undir höndum og hefur birt efnisatriði þess. Helsta gagnrýni Doyle, sem starfað hefur sem hagfræðingur hjá sjóðnum í 20 ár, er að stjórn sjóðsins hafi alltof seint varað ráða- og dáðlausa stjórnmálamenn á evrusvæðinu við í hvað stefndi á svæðinu. Með því hafi íbúarnir í verst settu löndunum á evrusvæðinu þurft að líða miklar þjáningar og að verra sé í vændum. Þá segir Doyle að skortur á afgerandi aðgerðum hjá sjóðnum hvað evrusvæðið varðar hafi leitt til þess að evran sé að falli komin en sú mynt er næststærsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Peter Doyle einn af reyndustu hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur látið af störfum. Hann gagnrýnir AGS harðlega í bréfi til stjórnarformanns sjóðsins og segir m.a. að þar á bæ skorti leiðtogahæfileika og að Christine Lagarde fyrsti kvenforstjóri sjóðsins valdi alls ekki starfi sínu. Doyle segist einnig skammast sín fyrir að hafa starfað fyrir sjóðinn. CNN hefur afsagnarbréf Doyle undir höndum og hefur birt efnisatriði þess. Helsta gagnrýni Doyle, sem starfað hefur sem hagfræðingur hjá sjóðnum í 20 ár, er að stjórn sjóðsins hafi alltof seint varað ráða- og dáðlausa stjórnmálamenn á evrusvæðinu við í hvað stefndi á svæðinu. Með því hafi íbúarnir í verst settu löndunum á evrusvæðinu þurft að líða miklar þjáningar og að verra sé í vændum. Þá segir Doyle að skortur á afgerandi aðgerðum hjá sjóðnum hvað evrusvæðið varðar hafi leitt til þess að evran sé að falli komin en sú mynt er næststærsta gjaldeyrisforðamynt heimsins.
Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira