Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna.
Gengi bréfa í Facebook hefur fallið um tæplega 40 prósent frá því félagið var skráð á markað í maí sl. Fjárfestar hafa því tapað gríðarlegum fjármunum á félaginu á skömmum tíma, og hafa stórir fjárfestingabankar ekki síst tekið á sig skell.
UBS hefur gengið í gegnum töluverða erfiðleika að undanförnu, en nýlega var tilkynnt um að bankinn ætlaði sér að skera niður í starfsemi sinni um sem jafngildir um 3.500 ársstörfum.
Sjá má umfjöllun BBC um málið hér.
