Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss.
Forstöðumaður þessarar einkabankaþjónustu var Lord Green núverandi viðskiptamálaráðherra Breta á því tímabili sem skattsvikin áttu sér stað á árunum 2000 til 2010.
Lord Green var einnig aðalbankastjóri HSBC þegar bankinn stóð fyrir umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mexíkönsk fíkniefnagengi og aðra glæpamenn. Lord Green hefur þegar beðist afsökunar á peningaþvættinu.
Á breska þinginu er komin fram krafa um að Lord Green geri hreint fyrir sínum dyrum hvað störf hans fyrir HSBC varðar.
HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik

Mest lesið


Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi
Viðskipti innlent


Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili
Viðskipti innlent

Landsbankinn við Austurstræti falur
Viðskipti innlent

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram
Viðskipti innlent

Hefja flug til Edinborgar og Malaga
Viðskipti innlent

Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings
Viðskipti innlent