Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss.
Forstöðumaður þessarar einkabankaþjónustu var Lord Green núverandi viðskiptamálaráðherra Breta á því tímabili sem skattsvikin áttu sér stað á árunum 2000 til 2010.
Lord Green var einnig aðalbankastjóri HSBC þegar bankinn stóð fyrir umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mexíkönsk fíkniefnagengi og aðra glæpamenn. Lord Green hefur þegar beðist afsökunar á peningaþvættinu.
Á breska þinginu er komin fram krafa um að Lord Green geri hreint fyrir sínum dyrum hvað störf hans fyrir HSBC varðar.
HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik

Mest lesið

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent


Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður
Neytendur

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf


Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent