Nýr vísindatryllir með Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum verður tekin upp í Bretlandi. Um 500 störf verða til við gerð myndarinnar. Það var George Osborne, fjármálaráðherra Breta, sem greindi frá þessu í gær. Myndin mun heita All You Need is Kill. Myndin verður tekin upp í kvikmyndaveri Warner Bros í Leavesden nærri Watford í Bretlandi. Um er að ræða sama kvikmyndaver og Harry Potter myndirnar voru teknar upp, eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph.
George Osborne tók fram að þau störf sem yrðu til við gerð myndarinnar væru einkum við gerð á tæknibrellum. Hann sagði jafnframt að ákvörðunin um að taka myndina upp í Bretlandi sýndi fram á hvernig skattastefnan væri að skapa rétta umhverfið fyrir fjárfestingu.
Nýjasta mynd Cruise tekin í Bretlandi
JHH skrifar

Mest lesið

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent