Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða Magnús Halldórsson skrifar 2. ágúst 2012 10:20 Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við „allra lægstu mörk" í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. Í júní uppfærði bandaríski seðlabankinn hagvaxtarspá sína og spáði 2,4 prósent hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,9 prósent í fyrri spá. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag er frá því greint að búist sé við því að Seðlabanki Evrópu muni grípa til aðgerða til þess að lækka fjármögnunarkostnað Spánar, en álag á opinberar skuldir ríkissjóðs Spánar hefur verið á bilinu 6 til 7 prósent undanfarnar vikur, og stóð í 6,59 prósent í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, lét hafa eftir sér í samtali við fjölmiðlamenn í gær að hann væri tilbúinn að „gera hvað sem væri" til þess að verja evruna, og koma í veg fyrir hrun hennar vegna mikilla opinberra skulda Evrópuþjóða. Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti sína úr 1 prósenti í 0,75 prósent í síðasta mánuði með það að markmiði að styðja við hagvöxt. Sjá má yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna hér, og umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Seðlabanka Evrópu, og hugsanlega aðgerðir hans til þess að lækka skuldaálag Spánar, hér. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við „allra lægstu mörk" í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. Í júní uppfærði bandaríski seðlabankinn hagvaxtarspá sína og spáði 2,4 prósent hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,9 prósent í fyrri spá. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag er frá því greint að búist sé við því að Seðlabanki Evrópu muni grípa til aðgerða til þess að lækka fjármögnunarkostnað Spánar, en álag á opinberar skuldir ríkissjóðs Spánar hefur verið á bilinu 6 til 7 prósent undanfarnar vikur, og stóð í 6,59 prósent í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, lét hafa eftir sér í samtali við fjölmiðlamenn í gær að hann væri tilbúinn að „gera hvað sem væri" til þess að verja evruna, og koma í veg fyrir hrun hennar vegna mikilla opinberra skulda Evrópuþjóða. Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti sína úr 1 prósenti í 0,75 prósent í síðasta mánuði með það að markmiði að styðja við hagvöxt. Sjá má yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna hér, og umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Seðlabanka Evrópu, og hugsanlega aðgerðir hans til þess að lækka skuldaálag Spánar, hér.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira