Stjórnendur breska bankans Standard Chartered hafa samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum því sem nemur fjörtíu og einum milljarði króna í sekt vegna stórfelldra svika sem tengdust viðskiptum við stjórnvöld í Íran.
Stjórnendur bankans voru sakaðir um að hafa falið fyrir bandarískum eftirlitsaðilum um sextíu þúsund færslur upp á um þrjátíu þúsund milljarða króna. Stjórnendurnir játa sök að hluta.
Hlutabréf í bankanum hækkuðu um allt að 5,5% í kauphölllinni í Hong Kong í nótt eftir að fréttir bárust af samkomulaginu, enda stóðu stjórnendur bankans frammi fyrir því að bankinn yrði sviptur starfsleyfi í Bandaríkjunum áður en samkomulagið náðist.
Ian Gordon, sérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Investec Securities, segir að markaðurinn hafi metið aðstæður þannig að tekist hefði að lágmarka þann skaða sem orðið hefði vegna hneykslisins. Í sama streng tekur Mark Gregory, viðskiptafréttamaður breska ríkissjónvarpsins. Hann segir að þótt sektin sem bankanum sé gert að greiða sé þungur baggi sé hún ekkert miðað við það áfall sem bankinn hefði orðið fyrir ef ekki hefði nást samkomulag.
Standard Chartered greiðir fúlgur fjár í sekt
Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mest lesið
Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar
Viðskipti innlent
Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt
Atvinnulíf
Trump fellir niður tolla á tugi matvæla
Viðskipti erlent
Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga
Viðskipti innlent
Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka
Viðskipti innlent
Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum
Viðskipti innlent
Fundinum mikilvæga frestað
Viðskipti innlent
Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok
Viðskipti innlent
Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa
Viðskipti innlent