Stjórnendur breska bankans Standard Chartered hafa samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum því sem nemur fjörtíu og einum milljarði króna í sekt vegna stórfelldra svika sem tengdust viðskiptum við stjórnvöld í Íran.
Stjórnendur bankans voru sakaðir um að hafa falið fyrir bandarískum eftirlitsaðilum um sextíu þúsund færslur upp á um þrjátíu þúsund milljarða króna. Stjórnendurnir játa sök að hluta.
Hlutabréf í bankanum hækkuðu um allt að 5,5% í kauphölllinni í Hong Kong í nótt eftir að fréttir bárust af samkomulaginu, enda stóðu stjórnendur bankans frammi fyrir því að bankinn yrði sviptur starfsleyfi í Bandaríkjunum áður en samkomulagið náðist.
Ian Gordon, sérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Investec Securities, segir að markaðurinn hafi metið aðstæður þannig að tekist hefði að lágmarka þann skaða sem orðið hefði vegna hneykslisins. Í sama streng tekur Mark Gregory, viðskiptafréttamaður breska ríkissjónvarpsins. Hann segir að þótt sektin sem bankanum sé gert að greiða sé þungur baggi sé hún ekkert miðað við það áfall sem bankinn hefði orðið fyrir ef ekki hefði nást samkomulag.
Standard Chartered greiðir fúlgur fjár í sekt
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent




Greiðsluáskorun
Samstarf

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent