Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2012 19:44 Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið. Klinkið Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið.
Klinkið Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent