Sögufræg Íslendingakrá í Kaupmannahöfn berst í bökkum 28. ágúst 2012 10:36 Hin sögufræga krá Hviids Vinstue við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn berst nú í bökkum og framtíð hennar er óljós. Það eru framkvæmdir við útvíkkun á neðanjarðarlestakerfinu eða Metrónum í Kaupmannahöfn sem valda þessum erfiðleikum hjá Hviids Vinstue. Sökum framkvæmdanna, sem eru rétt fyrir utan glugga kráarinnar hefur gestum þar fækkað verulega. Fjallað er um málið í Politiken. Þar er haft eftir Per Möller núverandi eigenda Hviids Vinstue að hann hafi tapað sem svarar um 27 milljónum króna á undanförnu eina og hálfa árinu eða frá því að framkvæmdirnar hófust og honum hefur ekki tekist að fá skaðabætur á móti frá borgaryfirvöldum. Hviids Vinstue er elsta krá Kaupmannahafnar en hún hefur verið opin frá árinu 1723. Saga hennar er samofin Íslandssögunni en þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson var meðal fastagesta hennar. Raunar var Jónas á heimleið frá Hviids Vinstue árið 1845 þegar hann hrasaði í stiganum heima hjá sér og lést skömmu síðar. Þess má einnig geta að þekkt málverk eftir Örlyg Sigurðsson listmálara prýðir einn af veggjunum á Hviids Vinstue. Fram kemur í Politiken að annar þekktur staður sem stóð nærri Hviids Vinstue hafi þegar orðið gjaldþrota vegna framkvæmdanna. Það er veitingahúsið A Porta sem starfað hafði við Kongens Nytorv frá árinu 1792. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hin sögufræga krá Hviids Vinstue við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn berst nú í bökkum og framtíð hennar er óljós. Það eru framkvæmdir við útvíkkun á neðanjarðarlestakerfinu eða Metrónum í Kaupmannahöfn sem valda þessum erfiðleikum hjá Hviids Vinstue. Sökum framkvæmdanna, sem eru rétt fyrir utan glugga kráarinnar hefur gestum þar fækkað verulega. Fjallað er um málið í Politiken. Þar er haft eftir Per Möller núverandi eigenda Hviids Vinstue að hann hafi tapað sem svarar um 27 milljónum króna á undanförnu eina og hálfa árinu eða frá því að framkvæmdirnar hófust og honum hefur ekki tekist að fá skaðabætur á móti frá borgaryfirvöldum. Hviids Vinstue er elsta krá Kaupmannahafnar en hún hefur verið opin frá árinu 1723. Saga hennar er samofin Íslandssögunni en þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson var meðal fastagesta hennar. Raunar var Jónas á heimleið frá Hviids Vinstue árið 1845 þegar hann hrasaði í stiganum heima hjá sér og lést skömmu síðar. Þess má einnig geta að þekkt málverk eftir Örlyg Sigurðsson listmálara prýðir einn af veggjunum á Hviids Vinstue. Fram kemur í Politiken að annar þekktur staður sem stóð nærri Hviids Vinstue hafi þegar orðið gjaldþrota vegna framkvæmdanna. Það er veitingahúsið A Porta sem starfað hafði við Kongens Nytorv frá árinu 1792.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira