Talið er að tæknirisarnir Apple og Google hafi nú samið um vopnahlé en stjórnarformenn og aðrir háttsettir stjórnendur fyrirtækjanna hafa fundað síðustu daga um hönnun snjallsíma og vernd hugverka.
Apple og Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hafa tekist á í dómssölum víða um heim. Fyrirtækin saka hvort annað um að hafa brotið lög um hugverkavernd.
Málin hverfast um hönnun og virkni stýrikerfa sem fyrirtækin nota í snjallsímum sínum. Apple notast við iOS stýrikerfið en það knýr bæði iPhone snjallsímana og iPad spjaldtölvuna. Ólíkt Apple hefur Samsung ekki þróað sitt eigið stýrikerfi og einblínir þess í stað á vélbúnað. Samsung notar því Android-stýrikerfið í langflestum vörum sínum.
Samsung var dögunum gert að greiða Apple rúmlega milljarð dollara í skaðabætur vegna brota á lögum um hugverkavernd. Apple hefur nú farið fram á að lögbann verið sett á nokkra snjallsíma Samsung í Bandaríkjunum.
Nú er talið að Google og Apple hafi komist að samkomulagi um að leggja niður vopn í einkaleyfisdeilunni.
Apple og Google leggja niður vopn í einkaleyfadeilu

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent




Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent