Starfrænar æfingar verða sífellt vinsælli 30. ágúst 2012 12:48 Eyþór Ragnarsson er framkvæmdarstjóri og eigandi Sportvörur.is. Sportvörur selja ýmiss konar tæki og tól til líkamsræktar en hafa sérhæft sig í vörum tengdum starfrænum æfingum. Starfræn æfingatækni byggir á heildrænni þjálfun vöðva líkamans. Sportvörur eru til húsa í Sundaborg 5 en hægt er að skoða vöruúrvalið og kaupa á vefnum sportvorur.is. Verslunin Sportvörur er í eigu RJR ehf., en það er rótgróið fjölskyldufyrirtæki , stofnað 1946. Fyrst og fremst hefur fyrirtækið þjónað endurseljendum og stórnotendum með ýmsum vörum tengdum iðnaði. Fyrir einu og hálfu ári bættust íþróttavörur við starfsemina. Eyþór Ragnarsson er framkvæmdastjóri verslunarinnar og segir hann eftirspurn mikla, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. "Við erum með alls kyns æfingavörur en sérhæfum okkur í vörum tengdum starfrænum æfingum, sem á ensku kallast "functional training". Þar eru tæki og tól notuð til að líkja eftir hreyfingum úr daglegu lífi. Í þennan flokk falla til dæmis ketilbjöllur, medicine-boltar og teygjur," segir Eyþór. Starfræna æfingatæknin hefur undanfarið átt auknum vinsældum að fagna á Íslandi og á aukin menntun íþróttaþjálfara þar stóran hlut að máli. "Það er ekki nóg að æfa bara vöðvana sem láta þig líta vel út fyrir fram spegilinn, nema jú það sé markmiðið, sem er gott og gilt. Það getur hins vegar sett strik í reikninginn ef þú ætlar til dæmis að halda á sófa eða ýta bíl. Þá eru allir vöðvar líkamans notaðir. Starfræn æfingatækni byggir á þessu." Eyþór segir að þessi æfingatækni verði að ákveðnum lífsstíl og margir iðkendur vilji eiga viss tæki heima hjá sér einnig. "Það eru þá helst teygjur, ketilbjöllur og lyftingasett. Við erum einnig með kennsludiska fyrir ketilbjöllur, en það þarf ekki stórt svæði til að æfa með þeim." Auk þess bjóða Sportvörur upp á vörur tengdum ólympískum lyftingum og Crossfit, en Eyþór segir mikla aukningu í þeim greinum. Margir viðskiptavinir eru iðkendur hópíþrótta sem vilja auka snerpu, úthald og styrk með náttúrulegum hætti. "Það sem helst greinir okkur frá sambærilegum verslunum á þessum markaði er að við seljum ekki fæðubótarefni og hugmyndin er að auka við vöruúrvalið með heilsutengdum vörum." Sportvörur byggja þjónustu sína á góðum verðum og fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini sína. "Töluvert af framleiðslunni er framleitt undir merkinu RJR. Við náum hagkvæmninni í verðunum og lágmarks yfirbyggingu, samnýtingu innflutnings á íþróttavörum með öðrum vörum okkar og ekki síst í gegnum öflugt tengslanet bæði í Evrópu og Asíu. Þannig getum við boðið verð sem hafa ekki þekkst hér áður," segir Eyþór og bætir við að verslunin bjóði bæði vörur undir eigin merki og þekkt merki úr íþróttaheiminum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að uppfæra heimasíðu sína reglulega með nýjustu upplýsingum. "Við leggjum mikið upp úr vefversluninni okkar og reynum að hafa allar upplýsingar á íslensku." Að sama skapi er Facebook-síða fyrirtækisins virk og þar geta viðskiptavinir komið með fyrirspurnir og þeim er svarað um hæl. Um þessar mundir eru Sportvörur að stækka verslun sína í Sundaborg. "Við stefnum á að hafa eitthvert húllumhæ í september og formlega opnun á nýja rýminu," segir Eyþór og bendir áhugasömum á að fylgjast með á Facebook. Verslunin er opin alla virka daga frá kl 10 - 16:30. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Sportvörur selja ýmiss konar tæki og tól til líkamsræktar en hafa sérhæft sig í vörum tengdum starfrænum æfingum. Starfræn æfingatækni byggir á heildrænni þjálfun vöðva líkamans. Sportvörur eru til húsa í Sundaborg 5 en hægt er að skoða vöruúrvalið og kaupa á vefnum sportvorur.is. Verslunin Sportvörur er í eigu RJR ehf., en það er rótgróið fjölskyldufyrirtæki , stofnað 1946. Fyrst og fremst hefur fyrirtækið þjónað endurseljendum og stórnotendum með ýmsum vörum tengdum iðnaði. Fyrir einu og hálfu ári bættust íþróttavörur við starfsemina. Eyþór Ragnarsson er framkvæmdastjóri verslunarinnar og segir hann eftirspurn mikla, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. "Við erum með alls kyns æfingavörur en sérhæfum okkur í vörum tengdum starfrænum æfingum, sem á ensku kallast "functional training". Þar eru tæki og tól notuð til að líkja eftir hreyfingum úr daglegu lífi. Í þennan flokk falla til dæmis ketilbjöllur, medicine-boltar og teygjur," segir Eyþór. Starfræna æfingatæknin hefur undanfarið átt auknum vinsældum að fagna á Íslandi og á aukin menntun íþróttaþjálfara þar stóran hlut að máli. "Það er ekki nóg að æfa bara vöðvana sem láta þig líta vel út fyrir fram spegilinn, nema jú það sé markmiðið, sem er gott og gilt. Það getur hins vegar sett strik í reikninginn ef þú ætlar til dæmis að halda á sófa eða ýta bíl. Þá eru allir vöðvar líkamans notaðir. Starfræn æfingatækni byggir á þessu." Eyþór segir að þessi æfingatækni verði að ákveðnum lífsstíl og margir iðkendur vilji eiga viss tæki heima hjá sér einnig. "Það eru þá helst teygjur, ketilbjöllur og lyftingasett. Við erum einnig með kennsludiska fyrir ketilbjöllur, en það þarf ekki stórt svæði til að æfa með þeim." Auk þess bjóða Sportvörur upp á vörur tengdum ólympískum lyftingum og Crossfit, en Eyþór segir mikla aukningu í þeim greinum. Margir viðskiptavinir eru iðkendur hópíþrótta sem vilja auka snerpu, úthald og styrk með náttúrulegum hætti. "Það sem helst greinir okkur frá sambærilegum verslunum á þessum markaði er að við seljum ekki fæðubótarefni og hugmyndin er að auka við vöruúrvalið með heilsutengdum vörum." Sportvörur byggja þjónustu sína á góðum verðum og fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini sína. "Töluvert af framleiðslunni er framleitt undir merkinu RJR. Við náum hagkvæmninni í verðunum og lágmarks yfirbyggingu, samnýtingu innflutnings á íþróttavörum með öðrum vörum okkar og ekki síst í gegnum öflugt tengslanet bæði í Evrópu og Asíu. Þannig getum við boðið verð sem hafa ekki þekkst hér áður," segir Eyþór og bætir við að verslunin bjóði bæði vörur undir eigin merki og þekkt merki úr íþróttaheiminum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að uppfæra heimasíðu sína reglulega með nýjustu upplýsingum. "Við leggjum mikið upp úr vefversluninni okkar og reynum að hafa allar upplýsingar á íslensku." Að sama skapi er Facebook-síða fyrirtækisins virk og þar geta viðskiptavinir komið með fyrirspurnir og þeim er svarað um hæl. Um þessar mundir eru Sportvörur að stækka verslun sína í Sundaborg. "Við stefnum á að hafa eitthvert húllumhæ í september og formlega opnun á nýja rýminu," segir Eyþór og bendir áhugasömum á að fylgjast með á Facebook. Verslunin er opin alla virka daga frá kl 10 - 16:30.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira