Samsung gefur ekkert eftir - kynnir nýja vörulínu 30. ágúst 2012 11:02 Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira