Skammtímalækningum Seðlabanka Evrópu vel tekið Magnús Halldórsson skrifar 7. september 2012 11:02 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér. Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér.
Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira