Verkfall sem hófst á miðnætti í nótt hefur lamað megnið af starfsemi flugfélagsins Lufthansa í Þýskalandi. Verkfallið mun standa í sólarhring og nær til þriggja stærstu flugvalla landsins.
Lufthansa hefur þegar aflýst yfir 1.000 flugferðum sem voru á áætlun félagsins í dag. Reynt verður að koma þeim farþegum sem áttu pantað far á áfangastað með öðrum flugfélögum en um 100.000 manns er að ræða.
Verkfallið nær til um 19.000 flugliða hjá Lufthansa.
