Fjárfestar ánægðir með yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu Magnús Halldórsson skrifar 6. september 2012 21:52 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Hlutabréfavísitölur hækkuðu víðast hvar á alþjóðamörkuðum í dag, og eru hækkanirnar raktar til yfirlýsinga Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, þess efnis að bankinn muni grípa til þess að kaupa skuldabréf af skuldugum ríkjum Evrópu til þess að halda lántökukostnaði niðri. Fjárfestar tóku þessum yfirlýsingum vel. DAX vísitalan þýska hækkaði um 2,91 prósent og FTSE 100 vísitalan í Bretlandi um 2,11 prósent. Þá hækkaði Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 2,17 prósent og S&P 500 vísitalan um 2,04 prósent. Einkum er horft til þess að Seðlabanki Evrópu kaupi skammtímaskuldabréf ríkssjóða Ítalíu og Spánar, til þess að halda lántökukostnaði þjóðanna niðri, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal. Vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Spánar nam 5,96 prósentum á markaði í dag og álag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu 5,24 prósentum, en álagið lækkaði umtalsvert eftir yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu um að bankinn myndi koma skuldugum þjóðum til hjálpar með miklum lánveitingum ef þær þurfa á því að halda. Álagið þarf að lækka umtalsvert til viðbótar, helst niður fyrir 2,5 prósent, svo það verði ákjósanlegt að endurfjármagna skuldir á markaði. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal hér. Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréfavísitölur hækkuðu víðast hvar á alþjóðamörkuðum í dag, og eru hækkanirnar raktar til yfirlýsinga Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, þess efnis að bankinn muni grípa til þess að kaupa skuldabréf af skuldugum ríkjum Evrópu til þess að halda lántökukostnaði niðri. Fjárfestar tóku þessum yfirlýsingum vel. DAX vísitalan þýska hækkaði um 2,91 prósent og FTSE 100 vísitalan í Bretlandi um 2,11 prósent. Þá hækkaði Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 2,17 prósent og S&P 500 vísitalan um 2,04 prósent. Einkum er horft til þess að Seðlabanki Evrópu kaupi skammtímaskuldabréf ríkssjóða Ítalíu og Spánar, til þess að halda lántökukostnaði þjóðanna niðri, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal. Vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Spánar nam 5,96 prósentum á markaði í dag og álag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu 5,24 prósentum, en álagið lækkaði umtalsvert eftir yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu um að bankinn myndi koma skuldugum þjóðum til hjálpar með miklum lánveitingum ef þær þurfa á því að halda. Álagið þarf að lækka umtalsvert til viðbótar, helst niður fyrir 2,5 prósent, svo það verði ákjósanlegt að endurfjármagna skuldir á markaði. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal hér.
Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira