Seðlabanki Evrópu ætlar að láta til sín taka Magnús Halldórsson skrifar 6. september 2012 14:18 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Seðlabanki Evrópu hyggst reyna allt hvað hann getur til þess að örva efnahagslíf álfunnar, draga úr atvinnuleysi og snúa vörn í sókn. Fyrst og fremst er horft til þess að Seðlabankinn kaupi ríkisskuldabréf skuldugra ríkja álfunnar, sem glíma við hátt vaxtaálag á skuldir sínar á markaði. Þetta háa álag, einkum á þjóðir Suður-Evrópu, gerir ríkissjóðum landanna erfitt um vik við endurfjármögnun skulda. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, greindi frá því að dag að bankinn myndi láta til sín taka á markaði ef þörf væri á. Sérfræðingar bankans telja að hagvöxtur í Evrópu verði neikvæður um 0,4 prósent á þessu ári en verði jákvæður um 0,5 prósent á næsta ári. Stýrivöxtum bankans, upp á 0,75 prósent, var haldið óbreyttum að ákvörðunin var kynnt í morgun á vaxtaákvörðunarfundi bankans. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 2,6 prósent á næsta ári, en verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent. Atvinnuleysi í Evrópu er hátt, en að meðaltali mælist það 11,3 prósent samkvæmt mælingum hagstofu Evrópu, Eurostat. Það hefur verið að aukast undanfarnar vikur og mánuði, ekki síst í Grikklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, en þessi ríki glími öll við mikinn slaga í hagkerfum sínum og mikið atvinnuleysi. Það mælist nú tæplega 25 prósent í Grikklandi og á Spáni. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC, um þessi mál, hér. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Evrópu hyggst reyna allt hvað hann getur til þess að örva efnahagslíf álfunnar, draga úr atvinnuleysi og snúa vörn í sókn. Fyrst og fremst er horft til þess að Seðlabankinn kaupi ríkisskuldabréf skuldugra ríkja álfunnar, sem glíma við hátt vaxtaálag á skuldir sínar á markaði. Þetta háa álag, einkum á þjóðir Suður-Evrópu, gerir ríkissjóðum landanna erfitt um vik við endurfjármögnun skulda. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, greindi frá því að dag að bankinn myndi láta til sín taka á markaði ef þörf væri á. Sérfræðingar bankans telja að hagvöxtur í Evrópu verði neikvæður um 0,4 prósent á þessu ári en verði jákvæður um 0,5 prósent á næsta ári. Stýrivöxtum bankans, upp á 0,75 prósent, var haldið óbreyttum að ákvörðunin var kynnt í morgun á vaxtaákvörðunarfundi bankans. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 2,6 prósent á næsta ári, en verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent. Atvinnuleysi í Evrópu er hátt, en að meðaltali mælist það 11,3 prósent samkvæmt mælingum hagstofu Evrópu, Eurostat. Það hefur verið að aukast undanfarnar vikur og mánuði, ekki síst í Grikklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, en þessi ríki glími öll við mikinn slaga í hagkerfum sínum og mikið atvinnuleysi. Það mælist nú tæplega 25 prósent í Grikklandi og á Spáni. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC, um þessi mál, hér.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira